Kosningakaffi
Tálknfirðingum og gestum þeirra er boðið í kosningakaffi laugardaginn 28. október 2023 milli kl. 13:00 og 16:00 í Vindheimum. Það eru Kvenfélagið Harpa og Tálknafjarðarhreppur sem standa að kosningakaffinu í sameiningu.
Öll hjartanlega velkomin.
- Hvar?
Vindheimar - Hvenær?
28. október - Klukkan?
13:00 til 16:00
Sveitarstjórnarfundur
Boðað er til 621. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 24. október 2023 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)- Hvar?
Strandgata 38 - Hvenær?
24. október - Klukkan?
17:00 til 17:00
Sveitarstjórnarfundur
Boðað er til 620. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 10. október 2023 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)- Hvar?
Strandgata 38 - Hvenær?
10. október - Klukkan?
17:00 til 17:00
Íbúafundur
Fjórir íbúafundir verða haldnir 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningarfyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.
Fundirnir verða sendir út rafrænt og geta þeir sem horfa á fundina einnig sent inn spurningar og tekið virkan þátt á fundinum.
Í júní voru haldnir íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu og í framhaldinu fengu fundargestir tækifæri á að móta frekar stöðugreininguna og forsendur sameiningar. Kynningin á þessum fundi er meðal annars afrakstur frá þeim fundum. Íbúafundirnir heppnuðust einstaklega vel og nú á að endurtaka leikinn.
Íbúar eru hvattir til að mæta og láta sína skoðun í ljós.
- Birkimelur á Barðaströnd, þriðjudaginn 3. október kl. 16:00
- Patreksskóli á Patreksfirði, þriðjudaginn 3. október kl. 20:00
- Íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði, miðvikudaginn 4. október kl. 20:00
- Baldurshaga á Bíldudal, fimmtudaginn 5. október kl. 20:00
Hér má nálgast forsendur og stöðugreiningu fyrir sameiningu sveitarfélaganna
- Hvar?
Íþróttamiðstöðin - Hvenær?
4. október - Klukkan?
20:00 til 20:00
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir