A A A

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir þjónustufulltrúa

Verkalýðsfélag Vestfirðinga/Verk Vest auglýsir eftir þjónustufulltrúa til félagsins með starfsstöð á Patreksfirði.
 

Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021.
 

Höfum ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 15. október 2021.
 

Ábyrgðasvið:

  • Almenn þjónusta við félagsmenn

  • Aðstoð í vinnuréttindamálum

  • Umsjón netmiðlum félagsins

  • Aðstoð við skýrslugerð

  • Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum

  • Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi – (Stúdentspróf eða hagný menntun sem nýtist í starfi )

  • Reynsla af uppgjörsvinnu, skýrslugerð og afstemmingum er kostur

  • Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur

  • Gott vald á íslensku. Önnur tungumál t.d. enska og pólska kostur

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum mikilvægur kostur

  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund skilyrði

Upplýsingar veita:

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður og framkv.stjóri Verk Vest finnbogi@verkvest.is og Bergvin Eyþórsson, varaformaður og skrifstofustjóri bergvin@verkvest.is
 

Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á finnbogi@verkvest.is

Skemmtilegt og spennandi starf í félagsstarfi aldraðra í Vindheimum og heimaþjónusta

 
Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni til að hafa umsjón með félagsstarfi í Vindheimum og heimaþjónustu á Tálknafirði.
 

Unnið er í gefandi og skapandi umhverfi og þarf viðkomandi að geta unnið sjálfstætt og jafnframt í samstarfi við aðra. Um er að ræða u.þ.b. 55 % starf.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sjá um félagsstarf í Vindheimum þrisvar í viku.

  • Sjá um veitingar og allt utanumhald á starfssemi félagsstarfs í Vindheimum. Ásamt því að sjá um þrif og annað sem þarf til að halda starfssemini gangandi.

  • Sinna heimaþjónstu þar sem hún hefur verið samþykkt í Tálknafirði.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt

  • Þarf að hafa góð tök á íslensku í ræðu og riti.

  • Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að sýna frumkvæði í starfi.

  • Þarf að vera sveigjanlegur og

  • vera góður í mannlegum samskipum.

 

Umsóknafrestur er til 5.ágúst 2021 og viðkomandi þarf að geta byrjað í starfinu 1.september 2021.

Greitt er eftir samingum SIS við viðkomandi stéttafélag.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Arnheiði Jónsdóttur félagsmálastjóra, sími 4502300 arnheidur@vesturbyggd.is eða Ólaf Þór Ólafsson sveitarstjóra, sími 4502500 sveitarstjori@talknafjordur.is 

 

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina frá og með 20, ágúst.

Störf sundlaugarvarða
felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, dag, kvöld og helgar.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi tali amk eitt tungumál auk íslenskunnar.
Umsækjendur skulu vera orðnir
18. ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846-4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 25. júlí 2021.

 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum

Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF), Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa hér með eftir íþrótta- og tómstundafulltrúa í fullt starf á sunnaverðum Vestfjörðum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að halda uppi góðu og faglegu starfi í íþrótta- og tómstundamálum fyrir alla aldurshópa. Ráðningasamband er við Vesturbyggð og er næsti yfirmaður sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

 

Meginverkefni

  • Heldur utan um verkefni er varða eflingu íþrótta- og tómstundastarfs

  • Er framkvæmdastjóri HHF og starfar með stjórn

  • Vinnur að framkvæmd og stefnu stjórnar/héraðsþings HHF og stefnu sveitarfélaganna á sviði íþrótta- og tómstunda

  • Kemur að vinnslu verkefna er varða lýðheilsu á vegum sveitarfélaganna og skal hafa frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja íþrótta- og tómstundamál á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með íþróttaskóla sveitarfélaganna

  • Hefur umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélögunum

  • Heldur utan um sameiginleg verkefni m.a. almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva og heldur utan um vinnuskóla sveitarfélaganna

  • Starfar með ungmennaráðum sveitarfélaganna

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði íþrótta, kennslu eða tómstunda

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

  • Reynsla og þekking á þjálfun æskileg

  • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði

  • Enskukunnátta æskileg

  • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði

  • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni

  • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa

  • Jákvæðni og aðlögunarhæfni

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2021

 

Laun eru samkvæmt samningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 450-230 eða arnheidur@vesturbyggd.is.

 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.


Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón