Auglýsing: Breyting á Aðalskipulagi, skipulagslýsing
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. maí 2016 skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps dags. 4. apríl 2016.
Um er að ræða breytingu á landnotkun á jaðarsvæðum í þéttbýli Tálknafjarðar. Hlíðar ofan byggðar, lækjarfarvegir, gil, árbakkar, fjörur og strandsvæði eru skilgreindar sem opið svæði til sérstakra nota í staðinn fyrir óbyggð svæði. Mörk þéttbýlis eru einnig stækkuð til austurs.
Fyrirhuguð er einnig stækkun hafnarsvæðis á Tálknafirði en aukin umsvif vegna fiskeldis og aukin eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæði kalla á stækkun hafnarsvæðisins og aukna landfyllingu.
Helstu forsendur fyrir breytingunni er að víkka út möguleika til mannvirkjagerðar í útjaðri þéttbýlis í Tálknafirði hvort sem er til útivistar eða ofanflóðavarna sem og aukið athafnarými á hafnarsvæði Tálknafjarðar..
Skipulagslýsinguna má sjá hér: Lýsing á skipulagsverkefni (.pdf)
Einnig má nálgast skipulagslýsinguna á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38.
Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið
skipulagsins. Ábendingar má senda á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460
Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 23. maí 2016.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir