Auglýsing: Deiliskipulag fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði.
Skipulagssvæðið er á Breiðaparti í landi Innstu Tungu við norðarnverðan Tálknafjörð u.þ.b 1 km fyrir innan þéttbýlið. Svæðið afmarkast af Tálknafjarðarvegi nr. 617 að vestan, Maggalæk að norðan, fjöru að vestan og landamörkum Gileyrar að sunnan. Núverandi stærð svæðisins með landfyllingu er 3,56 ha. Ætlunin er að fjölga eldiskerjum um eitt og byggja tvær settjarnir til að koma í veg fyrir að fóðurleifar fari út í sjó. Ennfremur er ætlun að flytja seiðaeldi, sem nú er við Tálknafjarðarhöfn, á svæðið og byggja hús, að hluta til á uppfyllingu, yfir þá starfsemi.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með miðvikudeginum 20. febrúar nk. til 4. apríl 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 4. apríl 2019.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldis í landi Innstu Tungu (.pdf)
Auglýsing Deiliskipulag Innsta Tunga - febrúar 2019 (.pdf)
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 48. fundur 3. maí 2022
- Sveitarstjórn | 590. fundur 27. apríl 2022
- Sveitarstjórn | 589. fundur 5. apríl 2022
- Sjá allar fundargerðir