A A A

Auglýsing vegna framkvæmdar sveitarstjórnarkosninga í Tálknafjarðarhreppi 14.maí 2022

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps tilkynnir að um óbundnar kosningar verði að ræða við sveitarstjórnarkosningar í Tálknafjarðarhreppi 14. maí 2022 þar sem engir framboðslistar bárust fyrir tilskilinn frest.

 

Samkvæmt 4. gr. kosningalaga nr. 112/2021 hafa kosningarétt í Tálknafjarðarhreppi:

  1. Hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á skráð lögheimili í sveitarfélaginu.

  2. Hver danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum A. liðar

  3. Hver erlendur ríkisborgari annar en greinir í B. lið sem átt hefur skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum A. liðar.

Í 6. grein kosningalaga nr. 112/2021 eru kjörgengir í sveitarstjórn hver sá sem kosningarétt hefur í sveitarfélaginu samkvæmt 4. grein, og hafa óflekkað mannorð.
 

Samkvæmt 49. grein kosningalaga, 4. málsgrein er þeim sem kjörgengir eru, heilir og hraustir og yngri en 65 ára skylt að taka kjöri í sveitarstjórn.



Eftirtaldir einstaklingar hafa skorast undan kjöri til sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps samkvæmt heimild í kosningalögum nr. 112/2021 49. grein, 5 málsgrein, þar sem þeir sem áður hafa setið í sveitarstjórn geta skorast undan kjöri:
 

  Ásgeir Jónsson, Túngötu 17

  Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Miðtúni 7

  Björgvin Smári Haraldsson, Túngötu 29

  Guðni Jóhann Ólafsson, Móatúni 20

  Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, Móatúni 4

  Ólafur Þór Ólafsson, Túngötu 42



Auglýsing um kjörstað og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Tálknafjarðarhreppi 14. maí 2022 verður birt síðar.



Tálknafirði 08. apríl 2022

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.



« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón