A A A

Baldur siglir til Eyja

Baldur mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina.

Vegagerðin leggur ríka áherslu á að halda veginum vestur eins greiðfærum og kostur er.

 

Á miðvikudaginn mun liggja fyrir dagsetning endurkomu Herjólfs.

Þá mun farþegabátur Sæferða Særún fara nokkrar ferðir á milli Stykkishólms og Flateyjar og áfram til Brjánslækjar eftir þörfum. Ferðir sem búið er að áætla eru eftirfarandi.:

 

  • Mánudagur 26. nóvember, frá Stykkishólmi kl. 15:00, frá Brjánslæk kl. 17:00
  • Þriðjudagur 27. nóvember, frá Stykkishólmi kl. 15:00, frá Flatey kl. 16:30
  • Föstudagur 30. nóvember, frá Stykkishólmi kl. 15:00, frá Flatey kl. 16:30
  • Laugardagur 1. desember, frá Stykkishólmi kl. 09:00, frá Brjánslæk kl. 11:00
  • Sunnudagur 2. desember, frá Stykkishólmi kl. 09:00, frá Flatey kl. 16:30.


Sæferðir sem reka Baldur hafa margoft bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að í landinu sé varaferja til að leysa Baldur og Herjólf af, þegar svona tilvik koma upp, og lagt fram tillögur þar að lútandi. Þetta atvik staðfestir mikilvægi þess að slík ferja sé til staðar í landinu.


Þeir sem þurfa að fá nánari upplýsingar eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Maríu í afgreiðslu Sæferða (433 2251).

Frétt tekin af: vesturbyggd.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón