Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 - Dunhagi
Aðalskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi.
Breytingin felur í sér breytta landnotkun á þéttbýlisuppdrætti við skólasvæði Tálknafjarðar þar sem landnotkun verður breytt frá svæði fyrir þjónustustofnun og opnu svæði til sérstakra nota yfir í svæði fyrir verslun og þjónustu. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á reitnum og stækka þarf reitinn til að rúma skilgreinda landnotkun.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með föstudeginum 24. maí til 5. júlí 2019 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b, 105 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 5. júlí 2019. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
Greinargerð SA26G_Dunhagi (.pdf)
Auglýsing 2019-05-21-Breyting á aðalskipulagi Dunhagi (.pdf)
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 571. fundur 8. apríl 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 52. fundur 4. mars 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 42. fundur 8. mars 2021
- Sveitarstjórn | 570. fundur 11. mars 2021
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Sjá allar fundargerðir