A A A

Bygging raðhúsa og uppbygging hitaveitu í Tálknafirði

Byggingarframkvæmdir við Bugatún
Byggingarframkvæmdir við Bugatún
1 af 3

Mikill íbúðaskortur hefur verið viðvarandi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hlýst m.a. af mikilli uppbyggingu laxeldis á svæðinu. Fasteignafélagið 101 Tálknafjörður ehf. ákvað að bæta úr þessum íbúðaskorti með byggingu  íbúða.

 

Fyrsta sökkulsteypa vegna bygginga raðhúsaeininga,við Bugatún,var steypt í gær, mánudaginn 17. ágúst á Tálknafirði. Húsin eru byggð af Fasteignafélaginu 101 Tálknafjörður ehf.

 

Um er að ræða tvö 300m2 parhús með bílskúr. Hver íbúð eru 94m2. Fyrsti áfangi er að byggja tvisvar sinnum tvö íbúðarhús, sem stefnt er að útibyrgja fyrir áramót. Ætlunin er að klára seinni helming húseiningana á næsta ári.

Húsin verða fyrstu íbúðarhúsin í Tálknafirði sem tengd verða við hitaveitu. En nýstofnuð Hitaveita Tálknafjarðar hefur unnið að þvi að leggja stofnlögn inn í þorpið frá Pollinum, en þar er um 33sec. ltr  af 45° heitu vatni. Nú er unnið að því að kaupa eina stóra varmadælu sem mun nýta umrætt vatn og tryggja um 70° heitt vatn til húshitunar í Tálknafirði. Gert er ráð fyrir að raforkunotkun til húshitunar muni lækka um 70 - 80% þegar varmadælan hefur verið tengd.

 

Uppbygging á hitaveitu í Tálknafirði er afar merkileg þar sem notast á við varmadælu fyrir heilt þorp, það hefur ekki verið gert hér á landi, en þekkist víða erlendis.

MÓH

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón