Dagur hinna villtu blóma
Sunnudaginn 16. júní er dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur um allt land. Landverðir við Látrabjarg ætla að bjóða gestum í 2 klst. náttúruskoðunarferð um brúnir Látrabjargs. Lagt verður af stað frá vitanum á Bjargtöngum kl. 14:00. Þetta verður létt ganga og mælst er til að vera vel skóaður og klæða sig eftir veðri. Gott er að hafa meðferðis plöntuhandbók til að greina einstaka plöntur sem verða á vegi okkar og ekki verra að hafa stækkunargler og kíkir.
Nánari upplýsingar í síma 822-4019.
Hlökkum til að sjá ykkur: Landverðir
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 571. fundur 8. apríl 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 52. fundur 4. mars 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 42. fundur 8. mars 2021
- Sveitarstjórn | 570. fundur 11. mars 2021
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Sjá allar fundargerðir