A A A

Ekki lagaheimild

Nú liggur það fyrir að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafnað tilraun Tálknafjarðarhrepps til að nýta byggðakvóta til eflingar annars atvinnulífs en sjávarútvegs. Ekki virðist vera lagaheimild til staðar sem heimili slík ákvæði.
 

Eftir stendur að reglur Tálknafjarðarhrepps eru því óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári, löndunarskylda er í Tálknafjarðarhöfn, vinnsluskylda innan byggðarlaga í Vestur – Barðastrandarsýslu, 30% aflaheimilda skipt jafnt milli þeirra útgerða sem sækja um byggðkvóta og 70% skipt hlutfallslega. Fiskistofa mun fljótlega auglýsa eftir umsóknum um byggðakvóta.
 

Tillögur starfshóps um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta virðast því ekki hafa skilað sér í lög og ástæða til að kanna hvað líður. Það er áhugavert að lesa skýrslu starfshópsins, hana má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=f13ff645-67da-11e7-941c-005056bc530c
 

Í forsendum starfshópsins segir að tryggja þurfi sveigjanleika í ráðstöfun byggðakvóta til að mæta aðstæðum á hverjum stað og stuðla að fjölbreyttum lausnum á vanda minni sjávarbyggða, þ.m.t. uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi ef ekki eru lengur taldar forsendur fyrir sjávarútvegi. Sömuleiðis segir að byggðakvóta sé ætlað að efla atvinnulíf í sjávarbyggðum en ekki einungis rekstur tiltekinna fyrirtækja innan þeirra.
 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón