Endurskoðun aðalskipulags Tálknafjarðarhrepps 2019-2031
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið 4. apríl 2019 þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins , Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 13. september nk.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir