Fasteignagjöld 2018
Gjalddagar verða 7. Fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.febrúar. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt.
Álagningarseðlar verða EKKI sendir út en verða aðgengilegir á ísland.is
Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra. Hægt er að panta og afpanta seðla og álagningarseðla með því að hringja í síma 450-2500 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.
Sjá nánar hér: Bakhlið álagningarseðils 2018 (.pdf)
Indriði Indriðason
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir