Fjallskilaseðill, göngur og réttir 2020
Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2020 og er hann birtur hér ásamt leiðbeiningum vegna COVID-19.
Fjallskilaseðill árið 2020 (.pdf)
Leiðbeiningar vegna COVID-19 (.pdf)
Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélaganna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.
Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára og í seðlinum eru tillögur að leitar- og réttarstjórum.
Athugasemdum við fjallskilaseðil skal beina til formanns fjallskilanefndar og skulu þær berast fyrir 10. september 2020.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir