Fjallskilaseðill og leiðbeiningar um göngur og réttir 2021
Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2021 og er hann birtur hér. Seðillinn hefur einnig verið sendur í pósti.
Frestur til að gera athugasemdir við fjallskilaseðilinn var til 6. september sl. og ekki bárust athugasemdir við seðilinn.
Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru hér: https://www.bondi.is/files/22_covid19-_-gongur-og-rettir-_-leidbeiningar-_-03.09.2021.pdf
Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir