A A A

Fjarđalax fćr nýjan ţjónustubát til Tálknafjarđar

Eygló BA
Eygló BA

Á laugardag kom til heimahafnar nýsmíðaður þjónustubátur fyrir laxeldisfyrirtækið Fjarðalax ehf. Báturinn ber nafnið Eygló BA og er smíðaður af fyrirtækinu KJ Hydraulik í Færeyjum. Báturinn er 50 tonna tvíbitna, 14m á lengd og 7m á breidd, með 40 tonnmetra krana. Skipstjóri á bátnum er Sigurvin Hreiðarsson og vélstjóri Einir Steinn Björnsson.

„Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins,“ segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði.  

Fjölmenni mætti á bryggjuna að taka á móti bátnum í sól og algerri stillu.  Tálknafjarðarhreppur óskar eigendum og starfsmönnum Fjarðalax innilega til hamingju með hið nýja fley og býður það velkomið til heimahafnar.

« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Nćstu atburđir
Vefumsjón