Fjarðalax fær nýjan þjónustubát til Tálknafjarðar
Á laugardag kom til heimahafnar nýsmíðaður þjónustubátur fyrir laxeldisfyrirtækið Fjarðalax ehf. Báturinn ber nafnið Eygló BA og er smíðaður af fyrirtækinu KJ Hydraulik í Færeyjum. Báturinn er 50 tonna tvíbitna, 14m á lengd og 7m á breidd, með 40 tonnmetra krana. Skipstjóri á bátnum er Sigurvin Hreiðarsson og vélstjóri Einir Steinn Björnsson.
„Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins,“ segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði.
Fjölmenni mætti á bryggjuna að taka á móti bátnum í sól og algerri stillu. Tálknafjarðarhreppur óskar eigendum og starfsmönnum Fjarðalax innilega til hamingju með hið nýja fley og býður það velkomið til heimahafnar.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 48. fundur 3. maí 2022
- Sveitarstjórn | 590. fundur 27. apríl 2022
- Sveitarstjórn | 589. fundur 5. apríl 2022
- Sjá allar fundargerðir