A A A

Fjárhagsáætlun 2019-2022

Tálknafjörður
Tálknafjörður
1 af 3

Fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps fyrir árið 2019 var lögð fram til fyrri umræðu þann 29. nóvember 2018 og samþykkt við síðari umræðu þann 13. desember 2018. Sveitarstjóri og sveitarstjórn unnu áætlunina saman á þremur vinnufundum auk hefðbundinna sveitarstjórnarfunda, sömuleiðis voru allir deildarstjórar þátttakendur í sínum rekstrareiningum. Nánast allir sem komu að þessari vinnu eru nýgræðingar en með góðu samstarfi og vinnufúsum höndum er áætlunin samþykkt og rekstrarrammi sveitarfélagsins lagður.
 

Það er talsverð óvissa með rekstur grunnskóla og leikskóla enda er sveitarfélagið að taka þá yfir eftir nokkurra ára farsælt samstarf við Hjallastefnuna. Það liggur því fyrir að á fyrripart ársins 2019 verði fjárhagsáætlun þessara málaflokka endurskoðuð með tilliti til reynslu.
 

Rekstur sveitarfélagsins árið 2019 er í járnum og velta þarf fyrir sér hverri krónu. Jöfnunarsjóður tók vel á með sveitarfélaginu árið 2017 og 2018 enda varð atvinnulíf staðarins fyrir miklu áfalli við lokun Þórsbergs. Í áætlun ársins 2019 er ekki gert ráð fyrir aukaframlagi frá Jöfnunarsjóði enda ekkert vitað hvort eða hve hátt það gæti orðið. 

Afar lítið svigrúm er til fjárfestinga.
 

Talsverður kostnaður felst í að yfirtaka skólana í sveitarfélaginu og í rekstraráætlun er gert ráð fyrir 7.000.000 framlagi til uppbyggingar á nýrri skólastefnu og skipulagi skólans. Lagnakerfi sundlaugar hefur um árabil verið tifandi tímasprengja og hefur sveitarstjórn ákveðið að fara í endurnýjun á lögnum hússins. Verkefnið hefur ekki verið hannað eða kostnaðarmetið en teknar eru frá 2.000.000 til framkvæmdarinnar.
 

Neyðarástand ríkir í fráveitumálum og brýnt að bregðast við. Byggingar-. skipulags, og umhverfisnefnd, ásamt byggingarfulltrúa og fulltrúum úr sveitarstjórn hafa í grófum dráttum lagt fram lausn sem vinna þarf áfram. Í fjárhagsáætlun eru teknar frá 12.000.000 í fyrsta áfanga en vilji sveitarstjórnar stendur þó til að ljúka allri framkvæmdinni á árinu 2019, fáist til þess fjármagn.
 

Leggja þarf lokahönd á flutning slökkvistöðvar og gert er ráð fyrir 2.000.000 til að ljúka því verkefni.

 

Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri
 
Fjárhagsáætlunina má sjá hér: Fjárhagsáætlun 2019-2022 (.pdf)

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón