A A A

Fjárhagsáćtlun Tálknafjarđarhrepps

Tálknafjarðarhreppur leitar til íbúa í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021. Óskað er eftir hugmyndum varðandi rekstur, hagræðingu, útgjöld, fjárfestingar og viðhald.
 

Hægt er að skila hugmyndum, ábendingum og tillögum með tölvupósti á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða með því að koma með þær skriflegar á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til að koma hugmyndum á framfæri er til mánudagsins 19. október 2020.
 

Vegna Covid-19 verður ekki haldinn íbúafundur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar í þetta skiptið og þessi leið farin þess í stað.

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón