Foreldrar ánægðir með Hjallastefnuna
Tálknafjarðarskóli er eini leik- og grunnskóli landsins þar sem Hjallastefnan er við lýði á öllum námsstigum. Samkvæm foreldrakönnun Hjallastefnuskólanna sem gerð var á bilinu 12. desember til 11. janúar síðastliðinn kemur fram að meirihluti foreldra barna í Tálknafjarðarskóla eru ánægðir með starfsemi skólans. Meirihluti þeirra sem svöruðu könnuninni töldu upplýsingastreymi frá skólanum vera nægilegt. 45% aðspurðra telja sitt barn vera „frekar ánægt“ í skólanum, en 43% telja það „mjög ánægt.“
Meirihluti sagði að starfsfólk skólans hefði opið og jákvætt viðmót og auðvelt væri að ná samband við stjórnendur skólans. Mikill meirihluti sagði að viðkomandi myndi mæla með skólanum við aðra.
Frétt tekin af: bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 595. fundur 11. ágúst 2022
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir