Forsetinn verður á Þjóðhátíð á Hrafnseyri
Má bjóða þér að horfa á leikinn Ísland – Argentína með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og öðrum þjóðhátíðargestum?
Forsetinn verður á Þjóðhátíð á Hrafnseyri 16. júní (ekki 17.) og horfir þar á leikinn með öðrum þjóðhátíðargestum. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins á Hrafnseyri verða með óvenjulegu og spennandi sniði að þessu sinni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur þátt í þjóðhátíðardagskránni á Hrafnseyri, heldur hátíðarræðu og fylgist með leik Íslands og Argentínu í stóru hátíðartjaldi ásamt gestum.
Þjóðhátíðardagskráin á Hrafnseyri, sem venjulega fer fram á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar þann 17. júní, er nú færð fram um einn dag til laugardagsins 16. júní (sjá dagskrá á www.hrafnseyri.is ). Hátíðarhöldin hefjast kl. 11:00 um morguninn með guðþjónustu. Að henni lokinni mun forseti Íslands. herra Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu. Á eftir ræðu forseta Íslands, verður frumflutt tónverkið „Blakta“ eftir ísfirska tónskáldið Halldór Smárason. Síðan mun sr. Geir Waage í Reykholti segja frá æskuminningum sínum frá Hrafnseyri.
Eins og kunnugt er fer fyrsti leikur Íslands í heimsmeistarakeppninni fram þennan dag og hefst hann kl. 13:00. Komið verður upp glæsilegu hátíðartjaldi á Hrafnseyri ásamt stórum skjám og góðri aðstöðu þar sem forseti og gestir fylgjast með leiknum.
Dagskránni lýkur svo með útskriftarhátíð nemenda frá Háskólasetri Vestfjarða. Súpa og kaffiveitingar eru til sölu á meðan hátíð stendur. Allir hjartanlega velkomnir og eru Vestfirðingar og aðrir hvattir til þess að mæta.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir