Forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auk stjórnar Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti auglýsir eftir forstöðumanni Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti.
Hlutverk safnstjóra fylgir núgildandi safnalögum nr. 106/2001 og nýjum safnalögum nr. 141/2011 sem taka gildi þann 1. janúar 2013. Auk þess verður hlutverk safnstjóra mótun stefnu safnsins til framtíðar og móta samstarf við sveitarfélögin, önnur söfn, hagsmunaaðila og stjórn. En mikil tækifæri felast í stofnun þjóðgarðs á Látrabjargi og samstarfi við söfnin við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
Umsækjandi skal hafa menntun á ábyrgðarsviði safnsins eða hafa aflað sér hliðstæðrar hæfni á annan hátt.
Starfstöð verður á Patreksfirði.
Óskað er eftir því að viðkomandi geti tekið til starfa strax.
Nánari upplýsingar veita: Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, asthildur@vesturbyggd.is s. 450-2300 og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps, oddviti@talknafjordur.is s. 456-2539.
Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 3 samfélög, Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Þar búa um 1300 manns. Á svæðinu eru starfandi 4 skólar, 3 leikskólar og framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Fjölmörg tækifæri eru á framtíðarstörfum á svæðinu. Mikill vöxtur er í laxeldi, námuvinnslu, ferðaþjónustu og sjávarútvegi og fjöldi tækifæra fyrir langskólagengið fólk.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir