A A A

Framúrskarandi árangur hjá Sjótækni á Tálknafirði

1 af 2

Sjótækni ehf á Tálknafirði stóðst á dögunum alþjóðlega öryggisvottun, ISO 45001 og fékk endurnýjaða vottun á umhverfisstaðlinum ISO 14001, eftir því sem best er vitað er fyrirtækið fyrsta útgerðar- og verktakafyrirtæki landsins sem fær báðar þessar vottanir á starfsemi sína. 
    

Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu. Framkvæmdir tengjast meðal annars neðansjávarlögnum, mannvirkjum í sjó og vatni, fiskeldi, skipaþjónustu, virkjunum og stóriðju. Fyrirtækið gerir út báta, vinnuskip, pramma og bílaflota og mikið af sérhæfðum tækjum og búnaði svo sem kafbáta og mælingatæki af fullkomnustu gerð.
    

Aðalstarfsstöð fyrirtækisins er á Tálknafirði og hjá Sjótækni starfa 15 starfsmenn

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón