A A A

Frostrósir á Vestfjörðum - Í fyrsta skipti á Tálknafirði

Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21:00.
Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21:00.

Frostrósir halda í ár upp á tíunda tónleikaárið og blása til sannkallaðrar tónleikaveislu á aðventunni. Í tilefni afmælisins verður tónleikaferð Frostrósa um landið enn viðameiri en fyrr og á Vestfjörðum verður sú nýjung að tónleikar Frostrósa verða haldnir á Tálknafirði í fyrsta skipti. „Ísafjörður hefur verið í tónleikaröðinni öll árin fjögur sem farið hefur verið um landið hingað til, en það hefur lengi verið draumur okkar að bæta við tónleikum á sunnanverðum Vestfjörðum og við hlökkum til að koma með Frostrósir á Tálknafjörð“ segir Samúel Kristjánsson framkvæmdastjóri Frostrósa.

Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Ísafjarðarkirkju 20. desember kl. 21:00 og í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21:00.  

 

Flytjendur í tónleikaferð Frostrósa um landið verða þau Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja barnakórar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.

 

Miðasala hefst mánudaginn 3. október en sérstök forsala fyrir vini Frostrósa á Facebook og félaga á póstlista Frostrósa verður föstudaginn 30. september. Nánari upplýsingar á www.frostrosir.is

  

Nánari upplýsingar veita

Samúel Kristjánsson

s. 8211001 samuel@frostrosir.is

 

Pálín Dögg Helgadóttir

s. 8211003 palin@frostrosir.is

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón