A A A

Gámavellir opnir laugardaginn 12. desember

Laugardaginn 12. desember n.k. verður opið á gámavöllum milli kl. 13:00 og 15:00. Með þessum hætti gefst Tálknfirðingum einn aukadagur nú í aðventunni til að losa sig við það efni og hluti sem skilað hafa sínu hlutverki. Íbúar eru minntir á að hafa klippikortin sín með sér þegar komið er á gámavelli og jafnframt þurfa allir að gæta að sóttvarnarreglum.
 
Vanti íbúa á Tálknafirði klippikort má nálgast slíkt á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps á virkum dögum milli kl. 10:00 og 12:00.

« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón