Gjaldskrá fyrir móttöku á gámavelli
Frá og með 01. apríl verður breyting á móttöku sorps á gámavelli þar sem tekin verður upp notkun klippikorts fyrir gjaldskyldan úrgang. Fyrsta klippikortið er innifalið í sorpgjöldum og gildir fyrir móttöku á 4m3. Kortið er afhent húseigendum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og þar verður einnig hægt að kaupa viðbótarkort sem kostar kr. 8.500.
Meðfylgjandi er gjaldskrá fyrir móttekið sorp á gámavelli. Gjaldskránni er ætlað að mæta kostnaði við förgun sorps sem ekki ber úrvinnslugjald, það er pressanlegur rekstrarúrgangur sem fer í urðun, húsgögn, timbur, járn og úrgangur frá framkvæmdum. Þeir flokkar sem bera úrvinnslugjald svo sem raftæki, rúlluplast og hjólbarðar eru gjaldfrjálsir á gámavelli. Gjaldskráin gildir einnig fyrir fyrirtæki sem koma með sorp á gámavöll.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir