A A A

Hinseg­in­hįtķš sunn­an­veršra Vestfjarša

Öflugt teymi sjálf­boða­liða vinnur nú hörðum höndum við skipu­lagn­ingu hinseg­in­há­tíðar sem verður haldin á Patreks­firði 18. og 19. ágúst 2023.
 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hefst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Hægt er að taka þátt í bingóinu hvar sem er af landinu. Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK. Nánari upplýsingar um dagskrána og sölu varnings má finna á Facebook-viðburði hátíðarinnar.
 

Hinsegin hátíð var haldin í fyrsta skipti á svæðinu í fyrra með góðri þátttöku. Skipuleggjendur hvetja íbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.

« Nóvember »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nęstu atburšir
Vefumsjón