Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði opnaðar
Hrafnseyrarheiði var opnuð fyrir umferð í morgun í fyrsta sinn frá því í desember. Mikill snjómokstur hefur staðið yfir undanfarna daga auk þess sem Vegagerðarmenn unnu að því í morgun að skrapa ís af veginum norðanmegin, að því er fram kemur á Vísisvefnum. Þá eru snjómokstursmenn langt komnir að ryðja Dynjandisheiði og lýkur því verki nú um miðjan dag. Þar með opnast Vestfjarðavegur milli Flókalundar og Þingeyrar og unnt verður á ný að komast akandi stystu leið á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar.
Frétt tekin af bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 568. fundur 21. janúar 2021 fundargerð vantar
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 40. fundur 17. desember 2020
- Sveitarstjórn | 567. fundur 21. desember 2020
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 50. fundur 8. desember 2020
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 27. fundur 7. desember 2020
- Sjá allar fundargerðir