Jólin alls staðar, tónleikar á Tálknafiðri
Jólin alls staðar eru glænýjir jólatónleikar þar sem Regína Ósk fer fyrir fríðum hópi söngvara og hljóðfæraleikara. Með henni í för verða þau Guðrún Gunnars, Guðrún Árný og Jogvan ásamt hljómsveit og svo barnakórum frá hverjum stað.
Þau heimsækja 19 kirkjur hringinn í kringum landið með jólatónleika fyrir alla fjölskylduna. Ævintýrið byrjar í Ólafsvík 28. nóvember og ferðast tónleikarnir svo norður, austur, suður og vestur og enda svo í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 20. desember.
Tónleikarnir verða í Tálknafjarðarkirkju fimmtudaginn 29. nóvember 2012 kl. 21:00.
Hópurinn hefur einnig lokið upptökum á samnefndri jólaplötu sem að kemur út í nóvember. Platan, sem og tónleikarnir, er uppfull af gömlu góðu jólalögunum í skemmtilegum útsetningum. Sannkallað afturhvarf til fortíðar og æskuminninga jólanna á afar skemmtilegan hátt.
Upplifðu hlýja og notalega jólastemningu á aðventunni.
Einstaklega ljúfir jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna.
ATH: Miðaverð aðeins kr. 3.990,- um land allt.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Skipulagsnefnd | 12. fundur 19. september 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 43. fundur 13. september 2023
- Fræðslunefnd | 12. fundur 13. september 2023
- Sveitarstjórn | 619. fundur 26. september 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sjá allar fundargerðir