Kvæðakvöldið með fjarfundarbúnaði
Ekki hefur enn tekist að stofna kvæðamannafélag á suðursvæði Vestfarða. En það er ekki þar með sagt að kvæðamennskan sé hverfandi tónlistarhefð í landinu. Nýlega var stofnað kvæðamannafélag í Fjallabyggð (Ríma) og er okkur hér fyrir vestan boðið að taka þátt í kvæðakvöldi með þeim.
Kvæðamenn og kvæðakonur á suðursvæði Vestfjarða:
Komum og kynnumst kvæðamennskunni og jafnvel kveðum saman í Skor þekkingarsetri á Patreksfirði, fimmtudaginn 8. desember kl. 20.00
Kvæðakvöldið fer fram með fjarfundarbúnaði í samvinnu við Rímu sem stýrir „fjarkvæðakvöldinu“ að þessu sinni. Kenndar verða skemmtilegar stemmur og fjörlegir fimmundasöngvar og kveðið svo undirtekur í fjöllunum. Textablöð verða á staðnum.
Áhugasamir staðfesti þátttöku á netfangið magnus@atvest.is fyrir miðvikudaginn 7. desember nk.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir