Kveikt á jólatrénu
Sunnudaginn 2. desember kl. 18:30 verða ljósin á jólatrénu kveikt á Lækjartorgi. Við ætlum að mæta í jólaskapi en heyrst hefur að óvæntir gestir verði á sveimi og spjalli við börnin og syngja nokkur jólalög með okkur. Eftir það fáum við okkur heitt kakó og smákökur á Lækjartorgi. Mjög gott væri ef allir gætu tekið með sér bolla eða könnu til að drekka kakóið úr.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir