Kynningarfundur um Heilsueflandi samfélag
Mánudaginn 14. nóvember kl. 18:00 í Félagsheimilinu á Patreksfirði mun Embætti landlæknis bjóða upp á kynningarfund um Heilsueflandi samfélag.
Eftir kynninguna verður boðið upp á umræður þar sem horft verður á samstarf ólíkra aðila í samfélaginu til heilsueflingar. Íbúum sveitarfélaganna í Vesturbyggð og á Tálknafirði, starfsfólki frá sveitarfélögunum, íþróttahreyfingunni og skólasamfélaginu og öðru áhugafólki er boðið á kynningarfundinn.
Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Hér getur verið um að ræða sveitarfélag, samliggjandi sveitarfélög, hverfi eða önnur svæði sem finna til samkenndar og samstöðu.
Heilsueflandi samfélag byggist á lýðræðislegum grundvelli og sameiginlegri ábyrgðar- og eignarhaldstilfinningu íbúa og sveitarstjórnar.
Nánari upplýsingar um Heilsueflandi samfélag er að finna hér http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item28551/Heilsueflandi-samfelag
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir