A A A

Lćgri flugfargjöld međ Loftbrú

Íbúar á Vestfjörðum eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld innanlands. Verkefnið hefur fengið heitið Loftbrú og byggir á því sem hefur verið kallað skoska leiðin. Í dag opnaði samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra Loftbrú með formlegum hætti og er hún nú aðgengileg á þjónustuvefnum island.is.
 

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni.
 

Það er einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á island.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Hægt er að kynna sér málið frekar á vefnum loftbru.is.

« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón