A A A

LausnaVer fyrir ungt fólk

Skúrin, samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Flateyri og Djúpið, frumkvöðlaskjól í Bolungarvík standa að leiðtogaþjálfun og LausnaVeri fyrir ungt fólk sumarið 2021. LausnaVer er unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun, Lýðskólann á Flateyri, Vestfjarðastofu og samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar á Vestfjörðum auk fjölda styrktar- og samstarfsaðila.
 

LausnaVerinu er ætlað að skapa vettvang fyrir unga og upprennandi Vestfirðinga til að sameina krafta sína á leið sinni að raunverulegum breytingum. Með því að nota sameiginlega ástríðu okkar, mat, munum við vinna náið með okkar nær- og fjærsamfélagi til að skapa verðmæti í framleiðslu og finna nýjar lausnir á gömlum og viðvarandi vandamálum.
 

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér:

https://lausnaver.is/

https://www.facebook.com/Lausnaver

 

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón