A A A

Leikskólinn opnar 21. ágúst

Iðnaðarmenn vinna a kappi þessa dagana að sköpun leikskólans á nýjum stað. Eins og sést á myndinni, er búið að opna gamla innganginn á fyrstu byggingunni til að leikskólabörnin komist beint í trjágarðinn sem verður aðalleiksvæðið þeirra. Búð er að setja upp stóran trépall og skjólvegg fyrir útileiki og útiverkefni og svo mun leiksvæðið þróast smátt og smátt í vetur. Markmiðið er að fá foreldra, kennara og annað áhugafólk um skólamál í hugmyndavinnu um þessa þróun og fá sérfræðinga í óhefðbundnum leiksvæðum í lið með okkur.
 

Jafnframt er verið að gera góð salerni og skiptiaðstöðu ásamt fatahólfum og öðru sem fylgir smáfólkinu okkar og innan dyra fær leikskólinn gott rými. Á skólasetningardeginum 22. ágúst verður hægt að skoða hina nýju aðstöðu leikskólans og munu uppkomnir Tálknfirðingar án efa kannast við stofurnar sem eitt sinn voru skólarými, eldhús og mötuneyti, urðu því næst geymslur, tónlistarskóli og fleira en er nú fullbúinn leikskóli.
 
Frétt tekin af: hjalli.is/talknafj

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón