A A A

Móttökustöð fyrir skilagjaldskyldar drykkjarumbúðir

Nemendur 8.-10.bekkjar Tálknafjarðarskóla eru með móttökustöð Endurvinnslunnar á Tálknafirði fyrir skilagjaldskyldar einnota drykkjarumbúðir. Tekið er á móti umbúðum að Strandgötu 36
fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl: 20-21.

Allur ágóði af þessari umsýslu rennur óskiptur í nemendasjóð skólans.
 

Mælst er til þess við íbúa að umbúðum sé skilað flokkuðum í lokuðum plastpokum og að glerflöskum, plastflöskum og áldósum sé haldið aðskildum þar sem kemur fram hve margar umbúðir eru í hverjum poka. Athugað verður reglulega hvort slík talning sé rétt.
 

Að gefnu tilefni biðjum við fólk að vanda flokkun og skoða hvaða umbúðir eru ekki skilagjaldsskildar.
 

Viðskiptavinum er greitt andvirði skilagjaldskyldra umbúða með bankamillifærslu daginn eftir skil nema þeir kjósi að afþakka og leggja andvirði í nemendasjóð skólans. Í vetur munu nemendur bjóða íbúum þá þjónustu að ná í óflokkaðar umbúðir á heimili enda renni andvirði þeirra í nemendasjóð.   Ef fólk vill gefa nemendum flöskur eða dósir utan opnunartíma er hægt að hafa samband við Láru í síma 848 6920.
 

Í vetur verður opið þessa daga:

2017:  6.september  4.október  1.nóvember  6.desember
2018:  3.janúar  7.febrúar  7.mars  4.april  2.maí  6.júní.

Lokað verður í júlí og ágúst.
 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón