Nýr forstöðumaður Tunglsins
Tálknafjarðarhreppur kynnir til leiks Valdimar Hermann Hannesson sem nýjan forstöðumann Tunglsins. Tunglið er félagsmiðstöð ætluð ungmennum í 7.-10. bekk grunnskólans. Opið er í Tunglinu tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn.
Valdimar Hermann, eða Lalli eins og hann er gjarnan kallaður, hyggst blása auknu lífi í starfið og hafa krakkarnir þegar hafist handa við að gera Tunglið að sínu með listaverkum á veggi. Óskum við þess að Lalli og ungmennin njóti góðs af samstarfi sínu í vetur.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Skipulagsnefnd | 12. fundur 19. september 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 43. fundur 13. september 2023
- Fræðslunefnd | 12. fundur 13. september 2023
- Sveitarstjórn | 619. fundur 26. september 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sjá allar fundargerðir