Nýr í brúnni
Sigurður Örn Leósson skólastjóri hefur vegna persónulegra aðstæðna hætt störfum við Tálknafjarðarskóla og er það mikill missir fyrir skólann. Hans ljúfa lund og listrænu og verklegu hæfileikar hafa verið gefandi fyrir bæði nemendur og kennara. Sigurði er óskað alls velfarnaðar og er kvaddur með þakklæti fyrir hans framlag til skólans.
Við keflinu mun Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson en hann er með meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og B.A. próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Gunnþór vann sem forfallakennari í Lundarskóla á Akureyri og var í fyrsta kennarahópi Naustaskóla á Akureyri þar sem hann var umsjónarkennari í 2.-3.b, 4.-5.b og 6.-7.b auk kennslu í heimilisfræði og upplýsingatækni. Gunnþór er sömuleiðis öllum hnútum kunnugur í samreknum leik- og grunnskóla því hann var skólastjóri Árskógarskóla frá árinu 2012 – 2018.
Gunnþór hefur starfað sem sérfræðingur Tröppu og var ætlað að stýra stefnumótunarvinnu við Tálknafjarðarskóla, við hans hlutverki í því verkefni mun Kristrún Lind Birgisdóttir taka en hún er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennsluaðferðir og stjórnun menntastofnana. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og kennslu í stórum og litlum grunnskólum. Kristrún leitast við að innleiða hagnýtar breytingar sem auðvelt er að viðhalda og varða m.a. kennsluaðferðir, námsmat, námskrár og sjálfsmat. Stefnumótunarvinnan átti að hefjast með íbúafundi 20. mars en hefur verið frestað meðan allir eru að ná tökum á nýjum hlutverkum.
Bryndís Sigurðardóttir
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir