Nýtt dreifikerfi RÚV frá 3. febrúar
Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á árinu 2014. Nú er komið að Ísafirði 401, Patreksfirði 450 og 451, Tálknafirði 460 og Bíldudal 465. 1. febrúar verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. Ef þú býrð á þessum stöðum, ert ekki með myndlykil og notar loftnet er ráðlegt að fara inn á eftirfarandi vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414.
Stafræn tækni hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum sviðum mannlífsins á síðastliðnum árum. Hljómplötur og plötuspilarar eru löngu horfin úr almenningseign og hljómsnældur og segulbönd heyra sögunni til. Nýrri fyrirbæri eins og DVD, VOD og minnislyklar hafa komið í staðinn.
Um allan heim er verið að leggja niður hliðrænt dreifikerfi sjónvarps. Það hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar og verður gert í áföngum á þessu ári hjá RÚV. Góðu fréttirnar eru að með stafrænum útsendingum aukast myndgæðin til muna.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir