A A A

Ólympíuhlaup ÍSÍ

1 af 4

Ólympíuhlaup ÍSÍ sem áður var kallað Norræna skólahlaupið fór fram þriðjudaginn 10. september í flottu veðri. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur velja á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fá þátttakendur viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
  

Í Tálknafjarðarskóla hlupu 42 nemendur samtals 141 km og stóðu sig allir vel. Í ár var fyrsta skiptið sem leikskólinn tók þátt og stóðu þau sig vel eins og allir nemendur skólans.
 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón