Opið hús/hótel á laugardaginn
Þessir karlar hafa verið að vinna í Fosshótel Vestfirðir síðustu daga og verða áfram ásamt fleirum og hafa þeir allir staðið sig eins og hetjur í hafróti .
Þann 1. desember sl. var þeim áfanga náð að lokið var við klæðningu utanhúss, allir veggir tilbúnir undir málningu á 2 hæð og þrír dagar síðan byrjað var að sparsla og mála, uppsetningu lyftu er lokið.
Verkið er á áætlun og af því tilefni verður opið hús laugardaginn 8. desember nk. frá 14:00-16:00.
Þá verður þeim sem áhuga hafa, boðið að skoða hótel bygginguna og þiggja kaffi/gos og kökur.
Það er ósk okkar sem stöndum að þessu verkefni að sem flestir sjái sér fært að mæta og skoða framkvæmdirnar við hótelbygginguna.
Ólafur Sæmundsson
byggingarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir