A A A

Opinn fræðslufundur um skólamál

Fundi um skólamál sem halda átti í Dunhaga hefur verið frestað.
Stefnt er að því að halda fundinn eftir páska.


Skólastarf er fjöregg hvers samfélags.  Hjá Tálknafjarðarskóla  er í gangi vinna við skólastefnu, skólaþing var haldið og miðar vel  og verður staðan  kynnt  á næsta fundi skólaráðs.   Þá þykir  við hæfi að líta í kringum sig og sjá hvað aðrir skólar eru að gera.  Það er okkur ánægjuefni að bjóða velkomna til okkar góða  gesti frá Hjallastefnunni. 

 

Hér með er boðað  til opins fræðslufundar um skólamál 

mánudagskvöld  26. mars kl. 20 í Dunhaga.

 

Gestir fundarins eru Margrét Pála Ólafsdóttir fræðslustjóri og Áslaug Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.

Dagskrá:

1. Kynning skólastjóra

2. Kynning á Hjallastefnunni - Margrét Pála Ólafsdóttir

3. Fyrirspurnir og almennar umræður

 

Við hvetjum alla  sem láta sig skólamál og samfélagið í heild sig varða að mæta til fundarins og eiga góða kvöldstund með skemmtilegu fólki.  Boðið verður upp á kaffi.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón