Opinn fundur í Dunhaga, 11. júli kl. 20:00
Hugmynd að nýjum baðlaugum við Pollinn.
Eins og íbúar í firðinum hafa eflaust tekið eftir hefur ferðamannastraumur til Tálknafjarðar og í Pollinn stóraukist síðustu ár. Núverandi aðstæður í Pollinum eru orðnar gamlar og geta ekki talist fullnægjandi til að taka á móti þeim mikla fjölda gesta sem sækir svæðið heim. Þörf er á uppbyggingu sem styrkt getur þjónustu við ferðamenn og íbúa Tálknafjarðar.
Marta Sólrún Jónsdóttir, landslagsarkitekt hefur í vor unnið að meistaraverkefni við NMBU háskólann í Noregi um hönnun á nýjum laugum og baðsvæði.
Kynning á verkefninu verður haldin í Dunhaga þann 11. júlí klukkan 20-21.
Allir Tálknfirðingar og aðrir hollvinir Pollsins eru hjartanlega velkomnir.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir