Sameiginleg yfirlýsing Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í ljósi frétta af afturköllun leyfa til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði
Sveitarfélögin krefjast þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða, eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Artic Sea í Patreksfirði og Tálknafirði. Áhrif úrskurðarins eru gríðarleg á atvinnulíf og samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum og verulegir hagsmunir í húfi.
Frá upphafi hafa sveitarfélögin gert þá skýlausu kröfu að faglega sé staðið að veitingu leyfa ásamt því að rannsóknum og virku eftirliti sé sinnt. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp ábyrga atvinnugrein í sátt við menn og náttúru og eru það því mikil vonbrigði komin sé upp sú staða að líf fólks og framtíðaráform séu sett í uppnám.
Ákall sveitarfélaganna er að þetta mál verði sett í algjöran forgang hjá ríkisstjórn og alþingi þannig að hægt verði að lágmarka þann skaða sem nú þegar er orðinn.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 568. fundur 21. janúar 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 40. fundur 17. desember 2020
- Sveitarstjórn | 567. fundur 21. desember 2020
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 50. fundur 8. desember 2020
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 27. fundur 7. desember 2020
- Sjá allar fundargerðir