A A A

Silfurvottun til Vestfjarða

Vestfirðir hafa hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir árin 2018-2019, um er að ræða svokallaða silfurvottun.

Það var árið 2012 sem sveitarfélögin á Vestfjörðum tóku ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck en það eru einu umhverfisvottunarsamtök í heimi sem votta samfélög. Með þessu skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram á splunkunýrri vefsíðu Vestfjarðarstofu sem nú stýrir verkefninu.
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/umhverfisvottun-vestfjarda
 

Þar kemur sömuleiðis fram að sveitarfélögin hafi tekið þá ákvörðun að vera í fararbroddi í umhverfismálum og vera stóriðjulaus landshluti. Hluti af því ferli var að sækjast eftir umhverfisvottun og var því markmiði náð árið 2016 þegar landshlutinn fékk silfurvottun EarthCheck.
 

Til hamingju Vestfirðir

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón