A A A

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Dagana 4. til 5. október fer fram skimun fyrir brjóstakrabbameini á heilsugæslunni á Patreksfirði.

Pantaðu tíma í síma 513-6700 ef þú hefur fengið bréf frá okkur.
Opið er fyrir bókanir alla virka daga kl. 08:30-12:00

Með því að taka þátt í brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og þannig draga verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að skimun er aldrei 100% örugg í að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Á heimasíðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana er að finna frekari upplýsingar um skimanir og á heimasíðu embætti landlæknis eru bæklingar bæði um legháls- og brjóstaskimanir á nokkrum tungumálum.

Við hvetjum allar konur til að taka þátt í skimun.

« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Nćstu atburđir
Vefumsjón