Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Norður Botn skv. 30. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana 105/2006
Sveitarfélagið Tálknafjörður hyggst vinna breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018. Fyrirhuguð skipulagsbreyting tekur til þess hluta gildandi aðalskipulags sem snýr að seiðaeldi á landareigninni Norður-Botn. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður gerð breyting á deiliskipulagi Norður-Botns.
Um er að ræða endurauglýsingu á fyrri lýsingu. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á fyrri lýsingu.
-
Uppsetning greinargerðar gerð skýrari. Áformum um uppbyggingu og breytingar á skipulagi gerð skil í kafla 2 Meginmarkmið og viðfangsefni og undirköflum 2.1 Aðalskipulagsbreyting og 2.2 Deiliskipulagsbreyting. Í fyrri lýsingu var hægt að finna þessar upplýsingar í víðar í greinargerðinni.
-
Umfang stækkunar skipulagssvæðisins minnkuð í 2,6 ha (áður 40 ha)
-
Framleiðslumagn aukið í 2400 t (áður 2000 t). Tilgreint að framleiðslumagnið er sameiginlegt fyrir svæði I3 og I11.
-
Byggingarreitur óbreyttur frá fyrri lýsingu (4,5 ha til suðurs)
-
Heildarbyggingarmagn 45.000 m²
-
Samanlagt umfang kerjarýmis tilgreint, þ.e. 60.000 m³
-
Nánari grein gerð fyrir vatnsnotkun
-
Nánari grein gerð fyrir fráveitu
-
Ítarlegri og markvissari umfjöllun um umhverfi og staðhætti á skipulagssvæðinu
-
Betri grein gerð fyrir umhverfismatsferli, m.a. uppbygging á Keldeyri tilgreind sem valkostur (áður ótilgreind staðsetning)
-
Verkáætlun uppfærð
Bæði aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin eru háð umhverfismati áætlana.
Skipulagslýsingin fyrir báðar breytingar eru settar fram í sameiginlegri greinargerð og verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Strandgötu 38, 460 Tálknafirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 29. mars n.k.
SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR
Virðingarfyllst,
Óskar Örn Gunnarsson
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir