Skipulagsauglýsing
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 fyrir svæði I2-Gileyri skv. 30. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana 105/2006
Sveitarfélagið Tálknafjörður hyggst vinna breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018. Fyrirhuguð skipulagsbreyting tekur til þess hluta gildandi aðalskipulags sem snýr að seiðaeldi á Gileyri. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður gerð breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar.
Bæði aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin eru háð lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagslýsingin fyrir báðar breytingar eru settar fram í sameiginlegri greinargerð og verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Strandgötu 38, 460 Tálknafirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 27. febrúar n.k.
SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR: SA26I_lysing-Br_ASK.pdf
Virðingarfyllst,
Óskar Örn Gunnarsson
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir