Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda
Hvítasunnuhelgina 25. – 28. maí verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í sjötta sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2012 valin af áhorfendum.
Um leið og gróska hefur aldrei verið meiri í heimildamyndagerð hér á landi er erfitt að fá myndirnar sýndar í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi. Skjaldborg sýnir því heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.
http://skjaldborg.com/heimildarmyndir/2012/
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 51. fundur 9. febrúar 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 41. fundur 26. janúar 2021
- Sveitarstjórn | 569. fundur 18. febrúar 2021
- Sveitarstjórn | 568. fundur 21. janúar 2021
- Sjá allar fundargerðir