Skýrsla um virkjun Hólsár aðgengileg
Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var lögð fram lokaútgáfa af skýrslu um frumhönnun virkjunar í Hólsá við Tálknafjörð. Skýrslan er unnin af Verkís að beiðni sveitarstjórnar og gerð í framhaldi af rennslismælingum á ánni sem Veðurstofa Íslands framkvæmdi. Skýrslan er nú aðgengilega hér á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps og má sjá hana í tenglinum sem er að finna neðst í þessari frétt.
Í framhaldi af þessari skýrslu hefur sveitarstjórn jafnframt ákveðið að fela Verkís að gera forathugun vegna hitaveitu á Tálknafirði sem væri tengd virkjun Hólsár. Gengið er út frá því að hitaveitan muni nýta það heita vatn sem fæst úr borholum í Tálknafirði sem er heldur kalt til húshitunnar. Virkjunin myndi knýja miðlæga varmadælu sem ynni varma úr þessu borholuvatni sem svo yrði dreift með tvöföldu hitaveitukerfi til notenda. Í þessari forathugun verður unnin frumútfærsla á tæknilegum lausnum og kostnaður við framkvæmdina greindur sem og ávinningurinn af því að íbúar þurfi ekki að kaupa raforku til húshitunnar. Þessi forathugun ætti því að leiða í ljós hvort að fýsilegt sé að fara í þetta verkefni.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir