Smáskipanámskeið, hefst 5. janúar 2012
Sá sem lokið hefur námi þessu, samkvæmt reglugerð nr. 175 frá 2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum eftir 12 mánaða siglingatíma (smáskipaskírteini).
Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt reglugerð: Siglingafræði og samlíkir, siglingareglur og vélfræði, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, veðurfræði og öryggismál. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.
Þátttakendur þurfa að útvega sér samsíðung, hringfara (sirkill) og reglustiku, almenn ritföng og glósubók. Önnur námsgögn eru innifalin í verðinu.
Kennslutími verður utan hefðbundins vinnutíma.
Kennari: Magnús Jónsson.
Verð kr: 117.000 - Athugið endurgreiðslu úr starfsmenntasjóðum.
Staður: Þekkingarsetrið Skor
Fjöldi kennslustunda: 105
Skráning í síma 8451224 og 4905095 eða á www.frmst.is fyrir 29. desember 2011.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir