Sorphirða stopul næstu daga
Vegna óviðráðanlegra atvika þá er sorphirða stopul dagana 17.-26. janúar í Vesturbyggð og á Tálknafirði.
Covid hefur bankað upp á hjá starfsmönnum og ekki hægt að anna öllum verkum. Þá er aðeins einn starfsmaður að störfum sem er nýbyrjaður og ekki er hægt að ætlast til að hann geti haldið uppi sömu þjónustu og vanir menn. Vonast er til að ástandið lagist upp úr miðri næstu viku og hægt verði að vinna allt upp á næstu tveimur vikum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru íbúar beðnir um að sýna biðlund á meðan þessi veikindi klárast.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 48. fundur 3. maí 2022
- Sveitarstjórn | 590. fundur 27. apríl 2022
- Sveitarstjórn | 589. fundur 5. apríl 2022
- Sjá allar fundargerðir